11. mars var komið með 3 ára gamla læðu til dvalar á Hótel Kattholti.

 

Áttu hún að dvelja á hótelinu í nokkra daga.

 

Komið hefur í ljós að eigandi hennar ætla ekki að sækja hana.

Það þýðir að hann er búinn að yfirgefa dýrið sitt.

 

ÆÆ þessi atburður nístir mig alveg inn að hjartarótum.

Hvers eiga dýrin okkar að gjalda.

 

Þau koma inn í líf okkar og biðja aðeins um elsku okkar og ást.

 

Ég myndi vilja rasskella þann sem kemur svona fram við dýrið sitt.

Dæmi mig hver sem vill.

 

Við sem störfum hér munum reyna að finna gott heimili fyrir Perlu.

Hún á skilið að fá að lifa og búa við ást og öryggi.

 

Kær kveðja.

Sigga.