Basarnefnd Kattavinafélagsins stefnir á að halda páskabasar og kisudag laugardaginn 23. mars nk. Enn og aftur leitum við eftir aðstoð ykkar kæru kattavinir. Við óskum eftir gómsætum kökum og fallegu páskaskrauti. Gott væri að fá að vita með góðum fyrirvara hverjir væru til í að baka eða gefa páskaskraut. Kökusalan gekk mjög vel í fyrra og seldist allt upp. Öll innkoma fer óskert í starfsemi Kattholts. Á ljósmyndinni er falleg læða í heimilisleit.
Vinsamlegast sendið tölvupóst til eygudjons (at) simnet.is ef þið hafið áhuga á að baka fyrir okkur.
Nánar þegar nær dregur.
Með góðum kisukveðjum, basarnefnd.