Páskabasar á laugardag

6 apr, 2017

Páskabasar 

Kattavinafélags Íslands

verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 8. apríl kl. 11 til 16. 

Á boðstólum verða kökur og brauð, sem kattavinir gefa til styrktar kisunum, auk margra góðra muna, s.s. kisudót, páskaskraut, áprentaðir bolir, drykkjarkönnur m. kisumyndum, innkaupapokar og margt fleira.   Nokkrar yndislegar kisur, sem þrá að eignast ný heimili taka á móti gestum. 

Verið hjartanlega velkomin!