Páskabasar 2014

5 apr, 2014

Kattavinafélag Íslands heldur árlegan páskabasar í
Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 12. apríl n.k. kl. 11-16.

Fallegt páskaskraut s.s. páskaservíettur og kerti, ásamt
ýmsu öðru verður til sölu og einnig fjölbreytt úrval af kökum.

Boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir börnin.

Það væri vel þegið að fá hjálp við bakstur fyrir basarinn og
koma með í Stangarhylinn milli klukkan 10-11 á laugardagsmorgun. 

Þennan sama dag verða kettir í heimilisleit sýndir
áhugasömum framtíðareigendum.