Pappakassi fyrir utan Kattholt.

21 okt, 2009







 
 
Er starfsfólk kom til vinnu sinnar í morgunn 21. Október, var pappakassi fyrir utan Kattholt.


 


Á honum stóð , inniköttur ca. 5 ára. Er við gáðum í kassan var kisan horfin og hefur ekki fundist.


 


Atburður sem þessi sýnir okkar að mikið er til af fólki sem sýnir enga miskunn.


 


Ég trúi öllu upp á svona fólk, vonandi eru þau ekki með barn á framfæri.


 


Kveðja til dýravina.


Sigríður Heiðberg formaður.