Kæra Sigga og aðrir í Kattholti.
Langaði bara að senda ykkur þessa fínu mynd af mér, finnst ég bara býsna flottur á henni þótt ég segi sjálfur frá!
Fólkið mitt fékk líka vanan ljósmyndara til að taka hana.
Ég er glaður og kátur kisustrákur og þó svo læðan á heimilinu hvæsi á mig stundum læt ég mér það í léttu rúmi liggja.
Svo vona ég innilega að Rúsína, Spotti sæti og allar hinar fallegu og góðu kisurnar í Kattholti fái heimili hjá góðu fólki sem þykir vænt um þær.
Fóstra mín biður kærlega að heilsa, hún var að ganga í stuðningshóp fyrir Kattavinafélagið á Facebook og skorar á aðra kattavini að gera það líka.
Góðar kveðjur í Kattholt,
Felix og fjölskylda.