Ozzý heim í Heiðardalinn

30 jan, 2006

Ozzý tapaðist í sumar frá Vorsabæ á Skeiðum 801 Selfossi. Hann fannst 10.september við sumarbústað í Gnúpverjahreppi.


Hann kom í Kattholt 12. september 2005. Ozzý reyndist vera hinn besti heimilisköttur . Sú ákvörðun var tekin  að gelda hann og merkja í von um að koma honum á nýtt heimili. 26.janúar er hringt í athvarfið, eigendur Ozzý fundu hann á  heimasíðu Kattholts. Búið var að telja hann af. Starfsfólkið í Kattholti kveður kæran vin með söknuði og gleði að 1 af mörgum kisunum sem hér dvelja komist heim til sín aftur.


Til hamingju