Blautmat er mjög mikilvægt fyrir okkur að eiga en því miður klárast
hann allt of fljótt í athvarfinu. Murr ehf. gaf okkur blautmat fyrir skömmu og
erum við þeim ákaflega þakklát.
Við biðlum enn og aftur til ykkar kæru kattavinir að hjálpa
okkur að fylla hillurnar í Kattholti af blautmat. Sumarið er á næsta leyti og
því fylgir mikil aukning óskilakatta í athvarfinu. Um er að ræða kettlingafullar
læður og kettlinga, týnda heimilisketti og flækingsketti. Þá er mikilvægt að
eiga nóg af blautmat handa veikum og matvöndum köttum og ekki síður handa
kettlingum sem eru að vaxa og kettlingafullum læðum.
Allur tegundir blautmatar eru vel þegnar. Einnig kemur
túnfiskur sér mjög vel. Við tökum líka á móti þurrmatspokum sem búið er að opna
og kettirnir ykkar vildu ekki. Hann nýtast vel í Kattholti.
Kisukveðjur úr Kattholti