Óskilakisan Hera vann til verðlauna á Kattasýningunni

20 mar, 2010


 
 

29. desember kom bröndótt 4 mánaða læða í Kattholt, sem fannst við Þrastarás í Mosfellsbæ.

Hún er mjög falleg og ljúf.  Eigendur fundust ekki.
Ég tók þá ákvörðun að undirbúa hana undir að fara á Kattasýningu Kynjakatta 13-14 mars 2010.
Tekin úr sambandi 18. febrúar, bólusett og örmerkt.
Hún var leidd fyrir dómara sýningar og var kosin besta húskattalæðan, báða dagana.
Skýrð Hera. Til hamingju stelpan okkar.
Kær kveðja til dýravina.
Sigríður Heiðberg.