Oliver Twist

29 mar, 2014


 


Finnendur nefndu hann Oliver Twist eftir frægri persónu úr sögu Charles Dickens. Oliver er
ógeltur heimilisköttur og líklegt að hann hafi þess vegna lent á
vergangi.

 

Í fyrstu var
Oliver mjög feiminn og hvæsti örlítið en hann er smám saman farinn að koma út
úr skelinni. Hann er yndislegur og mjög ljúfur en þarf tíma til að treysta fólki.
Honum finnst gott að láta klappa sér.

 

Í fyrradag
fór Oliver í rakstur. Honum hefur ekki verið greitt í langan tíma og
kleprarnir í feldinum voru stórir og glerharðir.

 

Oliver óskar
eftir rólegu heimili, þar sem hann getur verið eini kötturinn. Hann hefur alla
burði til að verða yndislegur heimilisköttur á réttu heimili hjá góðum eiganda.