Ökum varlega!

21 okt, 2014

Kettir eiga til að skjótast fyrir bíla mjög snögglega og ökumaður á mikilli ferð á erfitt með að koma í veg fyrir slys. Við beinum þeim tilmælum til ökumanna farartækja að aka sérstaklega varlega, einkum í rótgrónum íbúðahverfum þar sem margir kettir búa. Víða er hámarkshraði 30 km og biðjum við fólk að virða þann hraða. Með því að vera vakandi og fara varlega getum við mögulega forðað köttum frá slysum og dauða. Eigendur katta þurfa að gera ráðstafanir. Nauðsynlegt er að hafa ketti með góðar endurskinsólar og æskilegt er að halda þeim innandyra á nóttinni.

 

Kærar kveðjur.