Kíra er sterk og reynslumikil kisa. Hún fannst í sumar ásamt
kettlingunum sínum undir þakskeggi í Reykjavík. Hún kom kettlingunum sínum á
legg við þessar erfiðu aðstæður. Sjálf var Kíra horuð og höfðu slæmar aðstæður
tekið mjög á hana. Kettlingarnar sem voru vel á sig komnir fóru á heimili.
Fyrir skömmu tók Kíra að sér tvo kettlinga sem höfðu fundist yfirgefnir. Kíra
er óörugg og stundum tortryggin, sem gæti stafað af því að hún er að verja
kettlingana sína. Kíra er mjög blíð við fólk og finnst gott að láta klappa sér
og klóra. Hún myndi njóta sín best sem eina kisan á heimilinu. Er einhver
tilbúinn að veita þessarri hetju gott heimili?