Óendanlegar þakkir frá kisunum í Kattholti

17 jún, 2011

Kisurnar í Kattholti vita ekki sitt rjúkandi ráð. Einn daginn var næstum enginn matur til og eftir nokkrar klukkustundir var kominn svo mikill matur að það var varla pláss fyrir þær og starfsfólkið!


Þær ræddu málin sín á milli: ,,Eigum við kannski bara að flytja út og gera þetta að birgðageymslu?“  En nei, Ellu og stelpunum í Kattholti leist nú ekkert á það; sögðu að þá myndu þær bara týnast aftur og fengju engan mat að borða og ekkert húsaskjól og dekur. Þær röðuðu matnum fallega upp í hillur og nú borðum við og borðum alls konar tegundir. Nammi namm!  Við viljum því þakka innilega fyrir allan góða matinn og alla peningana sem gott fólk, gamalt fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn hafa gefið okkur og segjum margfalt takk líka við Ölgerðina, Dýrheima og Dýrabæ sem sendu heilu bílana með mat handa okkur.


Hjartans þakkir. Mikið mal, mal,mal,mal,mal…….


kisuknús úr Kattholti