Ný stjórn

3 jún, 2013


Á aðalfundi Kattavinafélags Íslands þriðjudaginn 28. maí síðastl. var Halldóra B. Ragnarsdóttir kosin nýr formaður félagsins. Auk hennar komu ný inn í stjórn þau Halldóra Snorradóttir, Halldóra H. Guðmundsdóttir og Ingibergur Sigurðsson.
Ný stjórn Kattavinafélags Íslands hvetur kattaeigendur til að sýna þá ábyrgð að láta gelda högna og taka læður úr sambandi og stemma þannig stigu við offjölgun katta og miklum fjölda katta á vergangi.

Sömuleiðis minnir stjórn félagsins kattaeigendur á að láta merkja og skrá heimilisketti og þar sem nú er tími fuglsunga í náttúrunni er afar mikilvægt að halda köttum inni eins og mögulegt er og að útikettir hafi ól með bjöllu um hálsinn.