Í Kattholti dvelur nú læða með nýfædda kettlinga sem þarf að komast á gott og mjög rólegt fósturheimili sem fyrst.
Okkur vantar ábyrgðarfullan einstakling, mikinn kisuvin sem býr við mjög mikil rólegheit og er helst mikið heima við. Æskilegt að það séu hvorki lítil börn á heimilinu né önnur dýr. Læðan og kettlingarnir þurfa fósturheimili fyrir næstu tvo mánuði. Það fylgir allt með þeim.
Vinsamlega hafið samband með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 567 2909.