Vegna fjölda ábendinga sem Kattavinafélagi Íslands hefur borist um slasaða og villta ketti utan opnunartíma Kattholts, höfum við nú sett upp neyðarnúmerið 699 4030.


Í þetta númer má hringja ef ekki svarar í Kattholti. Sjáirðu kött í vanda, kött sem keyrt hefur verið á, kött sem er greinilega villtur frá heimili sínu eða kött sem er slasaður vinsamlega hringdu í neyðarnúmerið okkar og við bregðumst skjótt og vel við. Mundu 699 4030 – settu það í minnið á farsímanum þínum.


Ennfremur verður Kattavinafélagið framvegis með upplýsingasíma 669 0030, þangað sem leita má almennra upplýsinga og ef ekki verður unnt að leysa úr spurningunum verður viðkomandi vísað áfam.


Með kæru þakklæti