Mánudaginn 11. febrúar kl. 20-21.30 verður haldið Tellington TTouch námskeið fyrir kattaeigendur með Maríu Weiss í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík.

Hverjir ættu að nýta sér þetta: Sýnir kötturinn þinn hegðun sem gerir sambýlið við fólk erfiðara? Óskar þú þér betra sambands við köttinn? Er hann hræddur við snertingu, agressívur eða óöruggur? Getur hann ekki verið einn? Er hann hræddur við hljóð eins og um áramót? Er hann ofvirkur eða áhugalaus? Er erfitt að klippa klær? Á hann við heilsuvandamál að stríða?

Verð kr 3000. Greiðsla staðfestir skráningu.
ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL STYRKTAR KATTHOLTS

Skráning er til 7.feb. hér

Viðburðurinn á Facebook