Tímon og Mýsla eru orðin óaðskiljanleg.
Þau kúra saman hjá mér á nóttunni og eru alveg yndisleg saman.
Mýlsa var ansi vond við Nölu, kettlinginn fyrsta daginn en núna er hún orðin mjög góð og hætt að ráðast á hana.
Mýsla gengur um á kvöldin og kjaftar alveg lifandis býsn og er algjörlega óstöðvandi þegar hún kemst í stuð.
Ætli hitt fólkið hafi ekki talið þetta grátur, en þetta er bara þetta yndislega spjall sem Síams heiðrar mann með.
Sendi mynd af Tímon og Mýslu sem ég tók þegar við vöknuðum i morgun.
Takk fyrir Mýslu Tíslu hún var punkturinn sem vantaði í okkar fjölskyldu.
Með bestu kveðju Jóhanna Carlsen