Ég hef skoðað kattholt.is mikið að undanförnu og mér finnst alveg hræðilegt það sem fólk getur gert þessum saklausu kisum.

 

Ég á einn kött frá þér, hann Brand. Þegar hann var hjá ykkur í Kattholti hét hann Níkó.

 

Brandur er bröndóttur og verður 12 ára núna í haust.

 

Ég dáist að því sem þú hefur gert og gerir fyrir kettina þarna í Kattholti.

 

Og ef það vantar kattamat eða eitthvað þá getum við alltaf hjálpað þér með það og fært ykkur kattamat og fleira.

 

Og þó ég sé bara 15 ára þá var ég að spá í hvort ég gæti ekki hjálpað ykkur einhvern veginn og verið sjálfboðaliði fyrir ykkur.

 

Kveðja Drífa