Mosi dvelur á Hótel Kattholti.

16 feb, 2008

Mosi dvelur á Hótel Kattholti. Hann er mjög frægur köttur. Bók hefur verið gefin út á Íslandi um lífsreynslu hans.


Hann fæddist fatlaður á framfæti og var búinn að vera lengi vegalaus á götum borgarinnar.


Hann lenti í bílslysi með nýjum  eiganda sínum á Holtavörðuheiði og var týndur í 5 vikur.  


Fannst nær dauða en lífi og var fluttur á Dýraspítalann í Víðidal. 


Eigandi hans fékk hann ekki aftur. Mosi kom svo  aftur í Kattholt til að jafna sig eftir þrekraunina.


En sólin átti eftir að skína á ný.  Anna og Halldór tóku hann að sér fyrir nokkrum árum.  Í dag er hann elskaður af eigendum sínum.


Elsku strákurinn minn þú skipar sérstakan sess í lífi mínu.


Sigga fósturmamma.