Kattholti færðar þakkir.

15 feb, 2008

Góðan daginn Kattholt


 


Jæja þá er hann Rassmus orðinn heimavanur og rólegur. 


 


Hann tapaðist í byrjun September 2005 í Hafnarfirði og við leituðum mikið að honum og reglulega fór ég inn á Kattholt til að kanna hvort hann væri þar, ef ég sá mynd af ketti sem var líkur honum hringdi ég í dóttir mina, sagði henni að fara inn og kanna hvort þetta væri Rassmus – en alltaf hringdi hún til baka og sagði NEI.


 


Þó  það væri orðinn langur tími síðan hann týndist fór ég samt alltaf reglulega inn á Kattholt til að skoða nýja ketti.


 


Svo skeði það þann 7. Janúar að ég fór eins og vanalega inn á vef Kattholts og sá kött sem mér fannst vera mjög líkur Rassmusi, hringdi í dóttir mina eins og vanalega og bað hana að skoða – og þegar hún hringdi svo til baka og sagði JÁ þetta er Rassmus, þá getið þið ímyndað ykkur hvað við vorum spenntar að fara og kanna málið betur. 


 


Og viti menn þetta var hann Rassmus okkar, kominn í leitirnar eftir allan þennan tíma. 


 


Við erum með 3 aðra ketti og þeir voru nú ekki hrifnir að fá einn til viðbótar inn á heimilið og hvað þá stóran fress, en þetta gengur bara mjög vel, hann borðar mjög vel og er búinn að hertaka rúmið mitt, sefur alltaf þar – og mér finnst alltaf skemmtilegast þegar ég finn hann ekki, þá er hann búinn að skríða undir sængina mina og liggur þar í hita og rólegheitum og sefur. 


 


En hann er allavega kominn heim og mér líður betur að þurfa ekki að hugsa að hann sé einhverstaðar þarna úti í kulda, rigningu og roki, og ég dáist að því að hann skuli hafa lifað þetta af, enda er enginn venjulegur köttur þarna á ferðinni.


 


Fyrir tilstuðlan Kattholts fékk ég Rassmus aftur – húrra fyrir Kattholti J


 


P.S. Ég vil endilega benda því fólki sem er með ketti að ganga í félagið, margt smátt gerir eitt stórt – og við sem erum með ketti viljum að kattholt verði til um ókomna tíð, og til þess þarf víst peninga.


 


Kveðja


Arnheiður