Mjöll, sem var búið að auglýsa eftir týndri fyrir skömmu, labbaði sjálf heim til sín á laugardaginn sl. Eigendur voru mjög ánægð að fá hana aftur heim.


Auglýst var 28. júní sl. að Mjöll væri týnd og ef hún fyndist þá myndu eigendur hennar ánafna Kattholti 100.000,- kr.
Mjöll labbaði svo heim til sín á laugardeginum 30. júní, hress og kát.


Kæru eigendur Mjallar, til hamingju með að fá kisuna ykkar aftur heim og kærar þakkir fyrir stuðninginn, hann er ómetanlegur.