Hvít læða fannst við Austurgötu í Hafnarfirði. Kom í Kattholt 28.desember 2005. Hún er með gyllta hálsól ómerkt.
Hún var mjög horuð við komuna í athvarfið , eignaðist 3 kettlinga 15. febrúar 2006.
Skaphöfn hennar er einstök, blíð og æðrulaus .
Margar kisur í okkar þjóðfélagi ráfa um ómerktar, svangar og illa hirtar.
Ég verð oft reið þegar illa er farið með dýrin okkar , samt ber ég þá von í brjósti að fólk sjái að sér og hugsi betur um dýrin sín.
Þó að ég tali fyrir hönd katta þá á þetta við um öll dýr.
Sýnum þeim elsku og virðingu.
Það er von mín að Mjallhvít litla fái gott heimili , hún hefur mikið að gefa.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg .
.