Tveir 6 mánaða högnar fundust í pappakassa við ruslatunnu bak við Kattholt. Trúlega eru þeir bræður.
Þeir eru yndislega fallegir og góðir.
Stórlega hefur verið brotið á dýrunum að setja þá ofan í pappakassi og henda þeim út eins og hverju öðru rusli við Kattholt.
Að geta komið fram af slikri grimmd við dýrin sín er til skammar.
Það er sorg í hjarta mínu yfir þessum atburði og get ég aðeins sagt eins og svo oft áður:
Sýnum dýrunum okkar miskunn og elsku.
Kær kveðja.
Formaður.