Fjölskylda Tuma, Fróða Lilla og Körmu þakka fyrir sig.

12 sep, 2007


 

Sæl Sigríður og Kattholtskonur.

 

 

Ég vil senda þér smá bréf um hann Fróða sem við fengum í Kattholti í enda maí. Hann var skilinn eftir í pappakassa við blaðagám ásamt tveimur systkinum sínum.

 

 

Þvílík mannvonska, að hafa svona lagað í sér er eitthvað sem ég mun aldrei skilja.

 

 

Hann Fróði, eða Lilli eins og hann er kallaður hér á þessu heimili, hefur það ákaflega gott

 

 

Tumi kisi tók hann algjörlega að sér og eru þeir perluvinir. Karma var nú eitthvern smá tíma að venjast honum, en allt er í góðu núna og öll leika þau sér saman núna. 

 

 

Lilli er mjög matsár og sníkir jafnt eins og um hund væri að ræða, mænir á mann með fallegu augunum sínum og stundum getur maður ekki annað en látið undan 🙂 Hann átti svolítið erfitt þegar hann kom til okkar enda ekki skrýtið þar sem var einn hundur og tveir kettir fyrir á heimilnu. En nú er hann allur kominn til og er hinn yndislegasti og mesta kúridýr sem um getur 🙂

 

 

Jæja, ég vildi bara senda ykkur þessar línur héðan úr Garðabænum og í leiðinni hvetja ykkur áfram í því frábæra starfi sem þið vinnið í þágu dýranna. Það er ómetanlegt.

 

 

Kær kveðja frá Kattholtskisunum þremur sem verða í ævinlegri þakkarskuld við Kattholt. Takk fyrir okkur 🙂

 

 

Sendi nokkrar myndir af dýrafjölskyldunni.

 

 

Kveðja,

 

 

Ragnhildur, Gunnar, Lilli, Tumi, Karma og Esja(Labbi)