Minningargjöf

5 des, 2018

Kattavinafélaginu barst í gær bréf frá félögum og vinum Sigurðar heitins Atlasonar hjá Leikfélagi Hólmavíkur, þess efnis að þau ætluðu að færa Kattholti peningagjöf til minningar um hann.


Fyrir nokkrum árum lét Sigurður gera kort með mynd af mektarkisanum Hippó (Hr. Hippopotamus), sem hann seldi í Galdrasetrinu á Ströndum og fór öll innkoma til styrktar Kattholti. 


Við minnumst Sigurðar með þakklæti og virðingu og þökkum frábær kynni og umhyggju í garð Kattholts.


Agnesi og félögum hjá Leikfélagi Hólmavíkur eru hér með færðar hjartans þakkir fyrir hlýhug og veglega gjöf, sem kemur sér afskaplega vel fyrir kisurnar í athvarfinu.

Blessuð sé minning Sigurðar Atlasonar.

https://kattholt.is/fjarsofnun-hippos-fyrir-kattholt/