Velunnari færði félaginu á dögunum peningagjöf sem ætluð er til kaupa á nýju búri fyrir Kattholt. Gjöfin er til minningar um vin sem var mikill kattavinur og lést nýverið. Við þökkum Rosemary Shaw innilega fyrir auðsýndan hlýhug og stuðning. Á meðfylgjandi mynd eru Halldóra Björk Ragnarsdóttir formaður, Rosemary Shaw og Eygló Guðjónsdóttir gjaldkeri.