Tinna mín fannst látin í morgun. Hún var týnd í 2 vikur. Ég fékk símhringingu um hádegið í dag, hún hefur sennilega orðið fyrir bíl nóttina áður og skriðið í næsta garð þar sem hún fannst í morgun.


 


Ég vil þakka fyrir allan stuðning sem ég fékk frá ykkur á meðan hún var týnd og vil þakka öllum fyrir að hafa leitað að henni með mér
Hún var með örmerkinguna
208224000272038. Hérna eru smá minningarorð.


 


Tinna mín, þín verður sárt saknað, ég mun aldrei gleyma þér og þínu fallega mjálmi, þú ert besti köttur sem nokkur getur hugsað og mikið kúrudýr. Hófí saknar þín mjög mikið og er einmana án þín. Ég trúi því að þú sért á betri stað að eltast við aðra ketti og bíða eftr Hófí. Það er erfitt að missa gæludýr sem átti alla sína katta ævi framundan. Þú mun ávallt eiga stað í hjarta mínu og þín verður sárt saknað.


kv. Örn Brynjólfsson