Minning um Púka

16 nóv, 2009

Til starfsfólks Kattholts.
 
Þann 13. febrúar síðastliðinn fengum við, ég og kærastinn minn, hjá ykkur alveg hreint yndislegan kisa. 


 Við nefndum hann Púki af því að hann var svo uppátækjasamur og stríðinn.


Hann var mikið ánægður hérna hjá okkur og var svo ofboðslega kelinn og góður. 


Við hefðum ekki getað verið ánægðari með hann, því hann var svo mikið meira heldur en bara gæludýr.  Ég hef aldrei kynnst dýri með jafn sterkan persónuleika.


Þann 13. Nóvember síðastliðinn fengum við síðan hringingu frá ykkur um það að hann Púki okkar væri farinn.  Það hafði einhver keyrt á hann og skilið hann eftir.


Okkur langaði til þess að þakka ykkur fyrir að reka þessa frábæru stofnun og fyrir það að gefa okkur þann tíma sem við fengum með yndislega litla kisanum okkar. 


Okkur langaði líka til þess að þakka manneskjunni sem fann hann og fór með hann til ykkar.  Við vitum ekki hvað við hefðum gert ef hann hefði aldrei fundist.


Kveðja Rakel og Hafþór.


Kæru vinir. Innilegar samúðarkveður frá Kattholti.


Tíminn sem Púki fékk úthlutað hjá ykkur, megi  gefa ykkur styrk í sorginni.


Kveðja Sigríður Heiðberg og starfsfólkið í Kattholt.