Minning um Mílanó

5 jan, 2010

Góðann Daginn

 

Mig langaði að skrifa örstutta minningu um kisann minn hann Mílanó

 

Ég kynntist Mílanó í Júlí 2009.

 

Ég sá hann auglýstann á dýrahjálp,
ég sótti um að fá að ættleiða kisuna og strax sama dag höfðu eigendur hans samband við mig og sögðu mér örlítið frá honum.

 

Mér leist svo vel á snúðinn að ég var fljót að ákveða að ættleiða hann.

 
Fyrsta kvöldið var erfitt. Þá átti ég aðra kisu og Mílanó kvæsti mikið á mig og hina kisuna en var fljótur að koma til eftir að hann fékk smá tíma í friði.

 
Hann var rosaleg kelirófa og leið hvergi betur en að fá að sitja á öxlunum á manni eins og páfagaukur og láta mann ganga með sig um gólf.

 

Það er nú ekki auðvelt þar sem hann var um 6kg á þyngd.
Hann var með furðulegustu poka og kassa ást sem ég hef séð og hef hlegið mörgum tímum saman bara að fylgjast með honum ráfa oní poka og kassa í einhverjum fíbbla gangi.

 

Hann var mikill röflari og gat átt langar samræður við mann eftir að maður kemur heim og vinnu og það var yndislega gaman að svara honum eins og maður sé bara að spjalla við aðra manneskju.

 
Mílanó var langt yfir þyngd þegar að ég fékk hann og reyndi ég strax að breyta um fóður eftir ráðleggingar frá dýralækni og fá hann soldið til að hreyfa sig sem er nú ekki auðvelt. en hann þyngdist bara og þyngdist. og hefur átt við soldið magavandamál að stríða. einnig fór hann ofboðslega óvenjulega mikið úr hárum svo mér fór að hætta að standa á sama og fór sem hann til dýralæknis.

 

Eftir þá heimsókn sá ég fram á að þurfa að taka mjög erfiða ákvörðun. Nýrun hans virtust ekki starfa rétt og sagði dýralæknirinn að hann gæti ekki fullvissað sig um hvort eitthvað væri hægt að gera, en gerði mér grein fyrir að dýrinu fyrir bestu er að fá að sofna.

 
Í mánuð hef ég hugsað þetta fram og til baka, fylgst með honum í leik og hvíd og virtist ekki geta sætt mig við þetta, en eftir að ég náði örlitum tökum á að sætta mig við að þetta væri honum fyrir bestu ákvað ég að leyfa honum að njóta jóla og áramóta með mér, en hann var svæfður í morgun 5 janúar.

 
Kvöldið  fyrir svæfingu var óbærilegt. ég táraðist við tilhugsunina. í stutta stund lá ég upp í rúmmi og grét og hann hefur greinilega fundið á sér að mér leið ekki vel og kom til mín og knúsaði mig bak og fyrir og hrúfraði sig svo þétt upp við mig. mér leið og eins og hann væri að reyna að þerra tárin mín og segja mér að þetta yrði í lagi. en ég hugsa ennþá hvort ég gerði ekki örugglega rétt og vona innilega að honum líði betur.

 

Ég var hjá honum allan tíman í morgun þanngað til að hann var farinn, og átti smá tíma ein með honum áður en ég fór. Þetta var ofboðslega erfitt.

 
Ég á annan kisu strák þarna upp í himnum sem varð fyrir bíl um miðjan ágúst og dó og eru sárin eftir það enn að gróa. einhvern vegin virðist ég vera afar óheppin með kisurnar mínar.

 
En það hjálpar mikið að geta skrifað smá minningu um yndislegu dýrin sín sem maður hefur misst.
þakka þér æðislega fyrir Sigga, fyrir kattholt og heimasíðunna.

 

Elsku yndislegi Mílanó minn.
Þó kynnin okkar voru stutt, eru minningarnar og tíminn dýrmættur. ég mun sakna þín um alla tíð og vona að þér líði betur.

 


Sofðu rótt yndið mitt, mamma mun elska þig um alla tíð

 

kveðja
Eva

 

Kæra Eva. Hugur minn er hjá þér. Ég þakka þér fyrir fallega grein um Mílanó. Hún snart mig .

 

Kær kveðja.

 

Sigga.