50 heimiliskisur dvelja á Hótel Kattholti yfir páskana meðan eigendur þeirra bregða sér af bæ. Þeir eru á öllum aldri, sá yngsti er 3 mánaða og sá elsti 14 ára.
Sumir borða vel, aðrir borða lítið, en samt sýna þeir mikið æðruleysi litlu skinnin . Það er svo gaman þegar eigendur koma að sækja þá, þá rísa þeir upp og teygja úr sér.
Í Kattholti upplifum við margar raunir en sólargeislarnir eru margir. Kisur komast heim, kisur fá ný heimili og aðrar kveðja hér.
Þeir peningar sem inn koma eru notaðir til að reka athvarfið og bjarga blessuðum kisunum í vandræðum þeirra.
Myndin er af Tomma sem einu sinni var yfirgefin, en hann á gott heimili í dag.
Verum þess minnug að dýrin eru send til okkar til að gera okkur að betri manneskjum.
Kær kveðja.
Sigga.