Sæl Sigríður,


Lastu greinina í 24 stundum (18. mars) á bls. 24, eftir Guðmund Óla Schewing meindýraeyði? Ég var svo reið eftir að hafa lesið hana og hugsaði strax til þín og um það mannúðarstarf sem þú vinnur í garð þessara yndislegu ferfættlinga sem hafa í mörg þúsund ár verið vinir og sálufélagar mannsins.


 


Ég veit ekki hvað þessum manni gekk til; en það er greinilegt að hann skortir alla burði til þess að skrifa fræðilega og réttmæta grein.


 


Ég held nú sem betur fer að í lang flestum tilvikum sé fólk skynsamt og taki ekki mark á slíkri áróðursgrein. Eftir að hafa lesið greinina getur maður leitt líkur að því að þessi tiltekni maður sé ekki dýravinur og ég er viss um að hann hefur sært fjöldann allan af fólki.


 


Það að koma með slíkar persónulegar skoðanir líkt og hann gerir í þessari grein er ekkert annað en léleg blaðamennska og minnir einna helst á mávahisteríuna sem blásin var upp fyrir tilstuðlan Gísla Marteins og móðursjúkra kerlinga.


 


Rétt er að geta þess að þráðormar katta smitast ekki í menn og villikettir eru ekki hættulegir mönnum frekar en mávar.


 


Með bestu kveðju,


Hrafnhildur Björt og kisurnar


Arkarholti Mosfellsbæ =