Mía og fjölskylda senda kveðju og þakkæti í Kattholt.

19 sep, 2009







 
 
Elsku Sigga mín.
Við Mia kisa viljum þakka ykkur stuðninginn og styrkinn sem þið veittu okkur úr Styrktarsjóðnum Nótt.



Mia kisa slasaðist þegar hún varð fyrir bíl hér í vesturbænum í Reykjavík í maí sl. og brotnaði á 2 stöðum, mjaðmargrindarbrotnaði og við rófubeinið.


Mia kisa fór í aðgerð á Dýraspítalanum og með hjálp frábærra dýralækna, sérstaklega henni Lísu, var mjöðmin nelgd en rófan er lömuð, en rófubeinið hefur lagast ótrúlega af sjálfu sér.



Ennfremur viljum við þakka þér Sigga mín lánið á búrinu góða sem reyndist hinn besti spítali á meðan sárin voru að gróa.



Við viljum senda ykkur 2 myndir af Miu kisu.
Okkar bestu þakkir, Mia kisa – Lára og fjölskylda.


Ég vil þakka öllum þeim sem  styrkja Sjúkrasjóðinn Nótt.

Það eruð þið sem hjálpið kisum og fjölskyldum þeirra sem standa frammi fyrir gífurlegum kostnaði .

 

Ekki má gleyma vegalausu kisunum .

Þá er gott að vera til staðar og veita örlítinn styrk.

 

Kveðja til dýravina.

Sigríður Heiðberg formaður.