Íslendingar verða bráðum settir í heimspressuna vegna illra meðferðar á dýrum.

22 sep, 2009
 
 
Er starfsfólk kom til vinnu sinnar í morgunn, voru tveir pappakassar fyrir utan Kattholt.

 

Á einum kassanum stóð Fórnarlömb kreppunnar.

 

Ég kaupi það ekki.

 

Í hinum kassanum voru 5 tæplega tveggja mánaða kettlingar.

 

Í hinum kassanum var gulbröndótt kisa sem slapp út úr kassanum og hefur ekki fundist.

 

Gulbröndóttur 5 mánaða högni er fundin. 

 

Við förum ekki svona með varnarlaus dýr.

Hvernig getur mannskepnan verið svona grimm?. Ætli þetta  fólk sé með smábörn.

 

Sumir dagar í Kattholti eru svo erfiðir að það þyrmir yfir mann.

 

Velkomin í Kattholt kisubörnin okkar.

Sigríður Heiðberg formaður.