Ég vil brýna fyrir fólki mikilvægi þess að láta gelda högna og örmerkja, eins með að láta taka læður úr sambandi og örmerkja, því að ef kisa týnist þá kemst hún heim til sín aftur ef hún finnst.
Eins vil ég taka það skýrt fram að auglýsa ef kisan tapast svo að fólk sem er með óskilakisur komi þeim í réttar hendur.
Það er mjög mikið af kisum sem eru týndar og eru bara á einhverju vappi úti í kuldanum svo það er um að gera eins og ég sagði láta örmerkja kisurnar og að þeir sem finna kisur eru beðnir að fara með þær ef þeir geta annaðhvort til dýralæknis eða hingað í Kattholt til að skanna þær til að sjá hvort að þær séu örmerktar. ( það er tölvukubbur sem er skotið undir húð og sést ekki,svo að fólk heldur að dýrið sé ekki merkt.)
Eins er mikilvægt að fólk sem finnur dýr láti vita að það hafi fundið dýr svo að eigendur geti fengið þau aftur og séu ekki að leita að þeim endalaust því að að baki hvers dýrs er fjöldskylda sem saknar dýranna sinna.
Kveðja Elín