Marús og fjölskylda senda jólakveðju í Kattholt.

20 des, 2008








 
 
 Sigríður og allir vinir mínir í Kattholti.


 


Bestu jóla og nýjárskveðjur til ykkar allra.


 


Af mér er allt gott að frétta. Eg er alltaf að stækka (á þverveginn) af því að eg er svo latur í ræktinni og þykir gott að borða.


 


En eg er líka bestur og má allt. Þessu til staðfestingar sendi eg ykkur myndir af mér. Eg les alltaf Moggan með kallinum mínum í hádeginu, og slappa svo af á eftir.


 


               Jólakveðja.


          Márus og fjölskylda  Akranesi.