Logi og Eldar senda góðar kveðjur í Kattholt.

3 maí, 2007

                                     

 

Smá fréttir af tveim högnum sem ég og maðurinn minn fengum hjá ykkur í Kattholti. Í  lok ágúst 2006 komum við og náðum í lítinn 2 mánaða rauðan og hvíta högna sem hafði verið skilin eftir í kassa með tveimur systkinum sínum fyrir utan Kattholt.

 

 

Við urðum strax ástfanginn af honum, sérstaklega þar sem hann sofnaði á öxlunum á okkur. Við skýrðum hann Eldar. Eldar er ótrúlega blíður og góður, vill allaf kela en það er líka mikill leikur í honum og hefur hann nú stækkað ansi mikið síðan við fengum hann.

 

 

Þar sem Eldar er inniköttur þá datt okkur í hug að kannski væri sniðugt að fá okkur annan kött, bæði til að Eldar hefði félagsskap og einnig langaði okkur í annan. Þá sáum við auglýst á heimasíðu Kattholtar í byrjun febrúar síðastliðinn að lítill rauðbröndóttur og hvítur kettlingur var að leita að heimili, en hann var með smá fatlaða rófu. Við ákváðum að kíkja á hann og urðum samstundis hrifinn af honum og ákváðum að taka hann með okkur heim og sjáum sko ekki eftir því.

 

 

Við skýrðum hann Loga og er hann einn sá blíðasti köttur sem ég veit um, alltaf til í að kúra og svo ljúfur. Eldar var smá stund að venjast því að það væri komin annar köttur inná heimilið og var svolítið afbrýðisamur fyrst, en það var nú fljótt að hverfa. Eldar og Logi eru núna bestu vinir, þeir kúra saman og þvo hvor öðrum á milli þess sem þeir leika sér. 

 

 

Þeir hafa það mjög gott á heimilinu sínu og láta okkur alveg vita af því. Við þökkum kærlega fyrir þessa yndislega högna og það starf sem þið eruð að sinna í Kattholti.  Við látum fylgja hérna nokkrar myndir af Eldari og Loga.

 

 

 

Með kveðju

 

Svala og Atli