Kattholti barst höfðingleg gjöf: Steinhellur til að leggja í portið á milli aðalhúss og útihúss. Og ekki nóg með það, gjöfinni fylgdu menn sem undibjuggu jarðveginn og hellulögðu dagana 26-28. október. Allt þetta eigum við Jóni Júlíusi Elíassyni og hans fólki að þakka. Þeim eru hér með færðar hjartans bestu þakkir fyrir rausnarskapinn, mikla vinnu og ósérhlífni:http://gardmenn.is/