Litli kisustrákurinn kvaddi nú fyrir stundu. Hann lifði ekki þrekraunina af.

1 des, 2008

Í ljós hefur komið að litli högninn sem fannst við Álfheima í Reykjavík er lærbrotinn.


 


Eigandi hans hefur ekki gefið sig fram. Aðgerð á honum getur ekki beðið.


 


Hann liggur nú á skurðaborðinu á Dýraspítalanum í Víðidal, þökk sé ykkur sem hafið styrkt sjóðinn til bjargar dýrunum í  neyð þeirra.


 


Í dag er ég þakklát fyrir allan kærleika ykkar og ég veit að sá sem öllu ræður mun launa ykkur góðverkin.


 


Ég mun heimsækja  kisustrákinn á Dýraspítalann á morgunn og fylgast vel með honum.


 


Enn og aftur þakka ég ykkur fyrir hann.


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.