Litli kisudrengurinn okkar hann Tóti

14 nóv, 2005

Sælar Sigríður og Ella.

Mig langar að þakka ykkur aftur fyrir litla kisudrenginn okkar hann Tóta. Hann er alveg yndislegt dýr.  Alltaf malandi, og vill alltaf vera í kringum okkur.  Hann kemur þegar ég kalla á hann og talar mjög mikið við okkur. 

Sefur að sjálfsögðu á milli okkar hjóna og tekur alveg ótrúlega mikið pláss þótt smár sé. 
Hann er að sættast við hundinn okkar og munu þeir verða bestu vinir áður en langt um líður.

Hann kemur svo í pössun til ykkar í mars á næsta ári þegar fjölskyldan bregður sér til Kanarí.


Sendi slóð á heimasíðu okkar, þar eru myndir af piltinum sæta.


http://barnaland.mbl.is/barn/13824/album


Kærar þakkir aftur og kveðjur frá Tóta og fjölskyldu í Rósarimanum


Þóra Pálsdóttir