Lítill högni lenti í hrakningum í Reykjavík.

19 sep, 2007







 



Skýrslan um litla dýrið: Hvítur högni fannst við Sæbraut í Reykjavík.  Kom í Kattholt 20. mars sl. Hann er með rauða hálsól, ómerktur. 


Hann var mjög blautur og óhreinn litla skinnið við komuna í athvarfið. 26. apríl  er hann geltur og örmerktur .


18. september er hann lagður inn á Dýraspítalann í Víðidal þar sem hann var rakaður.


Í morgunn sótti ég hann og kom honum aftur í athvarfið. Vonandi líður honum betur eftir raksturinn.


Það er von okkar að hann komist á nýtt og gott heimili.


Verum þess minnug að dýrin eru send til okkar til að gera okkur að betra fólki og um leið uppskerum við mikla hamingju.


Takk fyrir Kattholt.


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.