Við munaðarleysingjarnir komum í Kattholt eftir að eigendur okkar vildu ekki eiga okkur lengur, við vorum svo hrædd þegar við komum hingað, vissum ekki hvað var í gangi.
Sum okkar fundust úti á vergangi, í Elliðadal, sum okkar var hent eins og hverju öðru rusli við ruslatunnu eða bara úti á götu. Við hugsum með okkur hvað gerðum við af okkur til að verðskulda þessa meðferð.
Við báðum ekki um að fæðast í þessa veröld þar sem fólkinu sem áttu okkur er alveg sama um hvað verður um okkur. Við vitum að þarna úti er fólk sem elskar kisurnar sínar og vonandi vill einhver okkur líka.
En á meðan við bíðum eftir að einhver ættleiði okkur þá erum við hér í sátt og samlyndi og leikum okkur og kelum við starfsfólkið sem er alltaf tilbúið að að klappa og kela við okkur.
Við vonum að fólkið fari að bera meiri virðingu fyrir okkur málleysingjanna og að við höfum líka tilfinningar.