Ágæta Sigríður og aðrir í Kattholti.

 

Mig langar að senda  kveðju og fréttir af Kisa okkar (Bangsa )sem við fengum hjá ykkur  .

 

Hann unir sér mjög vel og er til mikillar gleði fyrir alla sem hér búa. Fer út og inn eins og honum sýnist.

 

Finnst gott að vera í eldhús-glugganum og fylgjast með öllu sem gerist eða steinsefur á einhverju rúminu.

 

Bestu kveðjur frá okkur öllum,Ólöf Haraldsdóttir