Svört og hvít kettlingafull læða úr Kattholti var komin að goti og var fylgst vel með henni af starfsfólkinu.
12. maí hófust hríðar hjá henni , fljótlega kom í ljós að hún gat ekki fætt .
Ég fór með litla skinnið á Dýraspítalann í Víðidal og dýralæknirinn sagði að hún mundi þurfa að fara í keisaraskurð.
Aðgerðin tókst vel og í ljós komu 4 yndislegir kettlingar.
Sjúkrasjóðurinn Nótt mun greiða aðgerðina.
Sjóðurinn var stofnaður til að greiða aðgerðir á kisum sem finnast vegalausar og slasaðar.
Ég vil þakka öllum þeim sem styrkt hafa sjóðinn.
Það gerir okkur kleift að bjarga dýrunum í neyð þeirra.
Kisan sem liggur á spítalanum með nýfæddu börnin sín er ykkur að þakka.
Með vináttukveðju.
Sigríður Heiðberg formaður