Lögreglan í Reykjavík hafði samband við mig í gær út af læðu sem fannst í útigeymslu við Norðurbrún í Reykjavík.
Ég lagði stað um 7 leitið um kvöldið.
Þegar ég kom á staðinn mætti mér hrædd kisumóðir með 4 kettlinga og lágu þau á laufblöðum sem hún hafði trúlega viðað að.
Íbúar í húsinu höfðu fært henni mjólk og mat. Geymslan var mjög köld og þarna lá hún með börnin sín í vanmætti sínum.
Mikið getum við lært af dýrunum okkar. Hún er nú komin inn í hlýjuna í Kattholti með góðan mat og elsku starfsmanna. Takk fyrir það.
Öllum þeim sem hafa komið kisunni til hjálpar, vil þakka af alhug.
Velkomin í Kattholt elsku kisan okkar með börnin þín.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg.
Formaður.