Kveðja frá dýravini.

31 ágú, 2007


Blessuð og sæl Sigríður.


Mig langar enn og aftur að leggja orð í belg varðandi illa meðferð á kisum hér.


Auðvitað er það hárrétt hjá þér að Kattholt getur ekki bjargað öllum kisum sem eru á vergangi á höfuðborgarsvæðinu og eru vanræktar af eigendum, hvað þá villtum kisum sem engin hugsar nokkurn tíma um. Las einhversstaðar að þær næðu oftast ekki nema 2ja ára aldri, sökum vosbúðar. Mjög sárt til þessa að hugsa. Ástandið út á landi er síst skárra. Það upplifði ég á Akureyri fyrir stuttu síðan.


En mér datt í hug, kannski er ég að hugsa vitlaust:


Það eru til dýraverndunarlög í þessu landi sem umhverfisráðherra á að sjá um að bæjaryfirvöld á hverjum stað framfylgi. Þarna á ég við 9. og 10. grein laganna, sem þú þekkir enn betur ég.  


Væri ekki ráð að þjarma að sveitarfélögum á svæðinu svo þau styðji reglulega við bakið á Kattholti.


Kannski væri ráð að fara fram á það beint við ráðherra að hún hlutist til um það?


En sjálfsagt eruð þið búin að reyna allar leiðir. Stundum þarf að hamra endalaust á sumum hlutum til að þeir gangi upp.


En ég óska ykkur áfram alls hins besta í starfinu. Vona sannarlega að úr rætist með rekstur athvarfsins.


Kærar kveðjur í Kattholt,


Eygló G.