Bröndóttur 3 mánaða högni fannst slasaður og blautur við Fornhaga í Reykjavík.  Hann kom í Kattholt 29. ágúst sl.

 

 

Ég fór með hann á Dýraspítalann í Víðidal  þar sem dýralæknir skoðaði hann og röngenmyndaði og gaf honum kvalastillandi lyf.

 

 

Hann reyndist ekki brotinn en hefur fengið slæmt högg ofarlega á lærlegg.

 

 

Trúlega hefur hann legið úti í nótt eftir slysið, því hann er mjög hrakinn og þreyttur. 

 

 

Var  hann lagður inn á spítalann og er það von okkar að hann nái heilsu litla skinnið.

 

 

Takk fyrir Kattholt.

 

Kær kveðja .

 

Sigríður Heiðberg formaður.