Komin í skjól með afkvæmin sín.

19 feb, 2008

3 kettlingar fundust 18. febrúar í kjallara í blokk við Hraunbæ í Reykjavík.

 

 

Móðurin var hvergi sjáanleg því glugganum hafði verið lokað. Ég bað eiganda íbúðarinnar að vita hvort hann sæi ekki mömmuna.

 

 

Í millitíðinni var komið með grindhoraða læðu í Kattholt og sá ég að þar var komin mamma þeirra, enda með mjólk í  spenum, en farin að þorna upp.  Ég fór á staðinn og gat ég með hjálp

 

náð kettlingunum. 

 

 

Eftir að ég skoðaði aðstæður sá ég að dýrin voru búin að vera þarna um l mánuðl og var einn  dáinn.  Þegar ég lét litlu kettlingana til mömmu sinnar kvæsti hún á þá.  En eftir stutta sund var hún byrjuð að þvo þeim og elskan var alsráðandi. 

 

 

Atburður sem þessi er svo sorglegur að manni fallast hendur um sinn.  Mér finnst ég alltaf vera að skrifa um sorgleg atvik héðan úr athvarfinu, en svona er þetta bara. Samt megum við ekki gleyma öllum sólskinsdögunum hér. 

 

 

Kisur fara héðan á góð heimili og gaman er að eiga smá hlutdeid í því.

 

Spurningin er getum við dýravinir safnast saman og reynt að vekja umræðu í þjóðfélaginu um meðferð fólks á dýrunum okkar?

 

 

Myndin sýnir fjölskylduna í Kattholti  með mat og hlýju.

 

Velkomin í Kattholt kæra fjölsklda.

 

 

Ég segi enn og aftur Takk fyrir Kattholt.

 

 

 

Kveðja til ykkar.

 

Sigríður Heiðberg formaður.