



Kattavinafélag Íslands
Sími: 567 2909
Netfang: [email protected]
https://www.instagram.com/kattholtskisur/
✨ Kattholtskisinn ✨
Við kynnum til leiks Sir Leonard, eða Leó ❤️ Hann hefur ákveðið að taka að sér það mikilvæga verkefni að stýra Kattholti með sínu dásamlega jafnaðargeði og endalausu þolinmæði. Hann tekur á móti nýjum hótelgestum af einskærri kurteisi og fær jafnvel hræddustu kisur til þess að líða betur með blíðlegu "kvaki" sínu. Hann leikur við þær orkumiklu og liggur hjá þeim rólegu. Hann er fullkominn Kattholtskisi ❤️ Við hlökkum til að leyfa ykkur að kynnast honum!
Leó er 3 ára kremaður og loðinn fress sem kom til okkar af heimili í janúar og átti að fara á nýtt heimili, en honum var skilað í tvígang vegna þess að hann var greinilega staðráðinn í því að búa hér í Kattholti, með hinum kisunum og okkur starfsfólkinu. Oft fara hlutirnir bara nákvæmlega eins og þeir eiga að fara og við gætum ekki verið hamingjusamari með hann hjá okkur ❤️
Mynd eftir @thordisreynis ❤️
Emil í Kattholti
1991-2004
Bjartur
1998-2013