Kisurnar á Laufásveginum senda Nýárskveðju.

1 jan, 2009

Kæru dýravinir. Kisurnar á Laufásveginum senda ykkur nýárskveðju .


 


Þeim finnst að frúin á bænum gæti verið meira heima hjá þeim.


 


Við höfum það samt gott, nógur matur og elska.  Mússa er hundur 12 ára gömul og er  voðaleg góð við okkur.


 


Sigga segir að margir af okkur hafi komið úr Kattholti. Stundum kemur hún heim með 1 kött og segar að hann eigi að vera hjá okkur í nokkra daga, hann fer nefnilega ekki aftur í Kattholt.


 


Við vonum að það komi ekki fleiri kettir á Laufásveginn.


 


Kær kveðja. Þyrnir, Kráka, Krumma, Músarindill, Þorbjörg, Guðmundína Gudda, Túrilla, Lambi, Sigurður sjómaður, Buch, Pílatus, Benjamín Dúfa, Tott, Knoll, Tumi, Abý, Ísmail, Sóley vinnukona.


Kveðja úr kisuhúsi.